135. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2008.

aðild að Evrópusambandinu.

[14:53]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Frú forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. viðskiptaráðherra um ummæli sem komu fram í fjölmiðlum hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, stórfyrirtækis hér í landi. Hann talaði um að íslensk stjórnvöld ættu að fara að íhuga að sækja um aðild að Evrópusambandinu því það mundi hafa áhrif á efnahagslífið til góðs. Ég vil velta því upp hér hvaða skoðanir hæstv. ráðherra hefur á því máli?