135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Kjartan Ólafsson):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Lúðvíki Bergvinssyni, um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, 10. þm. Reykv. n., geti ekki sótt þingfundi á næstunni sökum veikinda. Fyrsti varamaður flokksins í kjördæminu, Valgerður Bjarnadóttir sviðsstjóri, tekur sæti hennar á Alþingi í dag. Valgerður Bjarnadóttir hefur áður setið á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Borist hefur bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, 2. þm. Norðaust., um að hún sé á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og geti því ekki sótt þingfundi á næstunni. Þriðji varamaður flokksins í Norðausturkjördæmi, Sigfús Karlsson framkvæmdastjóri, tekur sæti hennar í dag en 2. varamaður flokksins í kjördæminu, Jón Björn Hákonarson, hefur boðað forföll.

Kjörbréf Sigfúsar Karlssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit stjórnarskrárinnar skv. 2. gr. þingskapa.

 

[Sigfús Karlsson, 2. þm. Norðaust., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]