135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar.

[13:44]
Hlusta

Sigfús Karlsson (F):

Herra forseti. Mér þóttu svör hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur þunn hér áðan. Á mínu svæði á Akureyri hafa um 70 manns misst vinnuna á þessu ári, m.a. hjá Strýtu, og ég get ekki séð að þessar mótvægisaðgerðir sem hafa verið boðaðar hitti þetta fólk, þvert á móti.

Að sjálfsögðu er eitthvað í gangi, eins og lenging flugbrautarinnar á Akureyri sem er löngu tímabært verkefni, en ég get ekki séð að þeir 70 aðilar sem misst hafa vinnuna nú þegar komi til með að vinna við lengingu flugbrautarinnar. Þetta bara sýnir og sannar að það er ekkert í gangi. Það verða að koma mótvægisaðgerðir og menn mega ekki gleyma þessum stóru svæðum eins og Akureyri og Eyjafirði sem byggir töluvert á sjávarútvegi.