135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

samgöngur á sjó til og frá Vestmannaeyjum.

378. mál
[14:27]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Hanna Birna Jóhannsdóttir) (Fl):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa góðu umræðu og þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svarið. Ég neita því ekki að það veldur mér áhyggjum, sem íbúa í Vestmannaeyjum, ef flöskuhálsar síðastliðinna ára eiga enn að leika aðalhlutverkið. Gjaldtökumálið er efni í nýja fyrirspurn.

Ég bið hæstv. samgönguráðherra að íhuga þá staðreynd af fullri alvöru að þegar þarf að leysa úr þeim höftum sem einkenna siglingaleiðina Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn – Vestmannaeyjar. Eyjamenn eru orðnir langþreyttir á ástandinu, að komast ekki til og frá sinni heimabyggð. Það er ólíðandi að náttúruperlan Vestmannaeyjar missi af stórum tekjum vegna þeirra gesta sem ekki komast til Eyja.