135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

líffæragjafar.

380. mál
[14:51]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér mjög mikilvægt mál. Það að ekki skuli vera meira um líffæragjöf á Íslandi tel ég að sé að hluta til vegna þess að umræðan hefur ekki verið mjög mikil um þessi mál. Það þarf að vera miklu meiri og opnari umræða um líffæragjöf þannig að menn fari að íhuga hvort þeir vilji gefa líffæri að sér gengnum. Eitt af því sem þarf að horfa til varðandi það að auka möguleika fólks sem á við sjúkdóma að stríða til nýs lífs er að auka umræðuna um líffæragjöf. Ég held að það sé mjög mikilvægt hvað þetta varðar.