135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[15:03]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill láta þess getið að að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma fer fram utandagskrárumræða um áform um frekari uppbyggingu stóriðju. Málshefjandi er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir. Hæstv. iðnaðarráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.