135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

skattamál tengd byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

[15:10]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Það er alveg sjálfsagt ef svo reynist vera að menn hafi haft rangt fyrir sér að þeir viðurkenni það. Ég held reyndar að ég sé búinn að gera það einu sinni áður úr þessum stóli fyrir áramótin þegar þetta mál var til umræðu, en ég þykist vera nokkuð viss um að hv. þingmaður mun taka málið upp aftur og kannski nokkrum sinnum aftur til að fá mig til að viðurkenna það oftar og sjálfsagt hefur hann gaman af því og er allt í lagi með það.

Hins vegar gengur dómurinn ekki út á upphæðir, ef ég man þetta rétt, og það liggur því enginn dómur fyrir um það hver skuld ríkisins er. En áður en hægt er að fara að greiða skuldina þarf að komast að einhverri niðurstöðu um það og ég held að það sé í anda þess að gæta hagsmuna ríkisins að það sé gert á réttan hátt.