135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

tilhögun þingfundar.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda getur þingfundur staðið lengur í dag, þ.e. þar til umræðum um 5. dagskrármálið, breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði, er lokið.

Forseti vill jafnframt geta þess að samkomulag er um það milli forseta og þingflokka að umræður um 5. dagskrármálið hefjist um kl. 3 síðdegis.

Forseti lítur svo á að um fundartímann sé samkomulag milli þingflokka og því sé ekki þörf á sérstakri atkvæðagreiðslu.