135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

styrkur til lýðheilsurannsókna.

[10:52]
Hlusta

Sigfús Karlsson (F):

Herra forseti. Þessi svör eru nokkur vonbrigði því að eins og ég sagði áðan þá munu þessar rannsóknir leggjast niður hjá Háskólanum á Akureyri, komi ekki til fjármagn til þeirra. Það verður að segjast eins og er að heyrst hefur að bæði Háskólinn í Reykjavík og rannsóknardeild Lýðheilsustöðvar sýni því mikinn áhuga að taka við stjórn þessara rannsókna. Ég tel því að hér sé um frekar einfalda stefnumörkun að ræða að styðja þetta.

Þetta er alltaf spurningin: Á að hætta að styrkja alþjóðlegar viðurkenndar rannsóknir á landsbyggðinni? Ég held að hér sé um pólitíska ákvörðun að ræða, reyndar innanhússmál hjá Lýðheilsustöð. Það er talsvert í húfi fyrir Háskólann á Akureyri.