135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.

442. mál
[12:15]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst hér er nú orðinn einn allsherjarfögnuður ætla ég að fagna því líka að hv. þingmaður virðist vera farinn að skilja hvað ég var að segja og við höfum verið að segja. Við erum að segja kost og löst á frumvarpinu, hvað við teljum vera til góðs, og við höfum tilgreint það sérstaklega, og hvað við teljum að þurfi að laga. Við erum að hvetja til málefnalegrar umræðu um þennan málaflokk og erum að setja fram ákveðnar tillögur þar sem við viljum ná breytingum. Síðan hefur hv. þm. Katrín Júlíusdóttir önnur sjónarmið eða aðrar áherslur og við erum að hvetja til þess að við ræðum þetta og freistum þess að ná þverpólitísku samkomulagi um endanlega niðurstöðu.