135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:03]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég dreg í efa lögmæti aðgerða í Afganistan bæði hvað varðar innrásina sjálfa og þá ekki síður brot á Genfarsáttmálanum frá 1949, að hann hafi verið brotinn sannarlega gegn almennum borgurum í Írak.

Að halda því fram að ég vilji ekki að Íslendingar blandi sér með nokkrum hætti í erfið mál, eins og hæstv. utanríkisráðherra sagði er rangt. Af hverju dregur hæstv. ráðherra þá ályktun? Ég vil til dæmis að Íslendingar blandi sér í erfið mál í Miðausturlöndum. Við erum að verða vitni að mjög harkalegum mannréttindabrotum, þvingunaraðgerðum á Gazasvæðinu í Palestínu. Íslenska ríkisstjórnin veigrar sér við að blanda sér í það erfiða mál vegna þess að það truflar góðu vinina í Washington. Það truflar góðu vinina í (Forseti hringir.) Washington. Ég vil að Íslendingar blandi sér í erfið mál að sönnu en ekki á forsendum hernaðarbandalagsins NATO.