135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:14]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem við leggjum ríkasta áherslu á er að draga okkur út úr hernaðarsamvinnu innan NATO, innan Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Hvort það kunni að vera einhverjir aðrir fletir á hjálparstarfi Íslendinga þar er síðan önnur saga. Það er vikið að því þarna eins og hv. þingmaður bendir réttilega á.

Ég hef margoft sagt það í þessum ræðustól að Íslendingar eiga að beina kröftum sínum annað en þar sem Bandaríkjaher og þessi stóru herveldi heimsins heyja sín stríð. Það er nóg verk að vinna annars staðar í heiminum.

Ef Írakar fengju að halda sínum auðlindum, sinni olíu fyrir sig og tækist að verjast ásælni bandarískra og fjölþjóðlegra fyrirtækja sem ásælast þessa olíu yrðu þeir ein ríkasta þjóð heimsins sem getur séð um sjálfa sig. (Forseti hringir.)