135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:20]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Ellert B. Schram segist ekki geta svarað fyrir hönd mannkynssögunnar en hann telur sig geta svarað fyrir hönd innrásarherjanna í Afganistan og haldið þeirra málstað á lofti. Ég velti því þá fyrir mér hvort hann og flokkur hans vilji þá ekki svara líka fyrir hönd Genfarsáttmálans frá 1949, um vernd almennra borgara í stríðum, sem hefur verið margbrotinn í þessu hryllilega stríði í Afganistan — en enginn úr röðum Samfylkingarinnar, sem hefur tekið þátt í þessari umræðu, virðist hafa nokkrar minnstu áhyggjur af því.