135. löggjafarþing — 73. fundur,  3. mars 2008.

jarðgöng á Miðausturlandi.

[15:27]
Hlusta

Huld Aðalbjarnardóttir (F):

Herra forseti. Ég vil þakka svör samgönguráðherra þótt mér hafi þótt þau heldur þunn í þessum efnum. Það er alveg ljóst að með þessum framkvæmdum, þessum stóru samgöngum, nýtast fjárfestingar hins opinbera, t.d. í framhaldsskólum, sjúkrahúsum, á flugvöllum og að ógleymdri ferju- og skemmtiferðahöfninni á Seyðisfirði, mun betur.

Ég velti því aðeins fyrir mér hvort ummæli hv. þm. Ólafar Nordal hafi enga þýðingu og eins hver skilaboð samgönguráðherra eru til Seyðfirðinga og Mjófirðinga um hvenær þeir megi vænta þess að fá svör um þessar framkvæmdir því eins og hæstv. samgönguráðherra sagði þá eru heimamenn tilbúnir í samstarf á þessu sviði.