135. löggjafarþing — 73. fundur,  3. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[16:14]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Því kem ég hér upp að ég skildi ekki alveg röksemdafærslu hv. þm. Sivjar Friðleifsdóttur þegar hún tók með sínum hætti undir efasemdir hv. þm. Jóns Magnússonar, að frumvarpið kynni að stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, og sagði að eftir umræður í allsherjarnefnd hefði meiri hlutinn ákveðið að tryggja með einhverjum hætti að jafnræðisreglan yrði ekki brotin og lagt til breytingartillögur á frumvarpinu. Ég skil sem sé ekki með hvaða hætti breytingartillögur hv. þingmanns og félaga hennar í meiri hluta allsherjarnefndar eiga að tryggja að jafnræðisreglan sé ekki brotin og óska eftir skýringum á því.