135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[14:08]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég hef ýmsar efasemdir um þetta mál, einkum hvað varðar jafnræði milli þingmanna og milli kjósenda. Í því efni hefur jafnvel verið spurt um stjórnarskrána sjálfa. Ég var viðstaddur 2. umr. um málið í gær og því miður komu þar ekki fram, hvorki frá forseta Alþingis né hv. formanni allsherjarnefndar, málefnaleg rök til þess að eyða þeim efa sem upp er kominn í þessu efni. Þar að auki var ekki skýrt, hvorki hjá forseta né formanni, hvert væri stefnt með þeim breytingartillögum sem hér eru greidd atkvæði um.

Ég get ekki stutt þetta mál en á hinn bóginn er ég hér til skammrar dvalar og hef af augljósum ástæðum ekki náð að ráðfæra mig við félaga í þingflokki mínum. Við þessar aðstæður tek ég þá afstöðu til breytingartillagna og málsins alls sem raun ber vitni.