135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

gjaldmiðilsmál.

439. mál
[14:13]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður bar fram skriflega fyrirspurn. Hún er svohljóðandi: Hvaða áform hefur ráðuneytið í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar?

Ég hef svarað þeirri spurningu fyrir hönd ráðuneytisins. Ég gerði það áðan. Þingmaðurinn getur ekki komið og skýlt sér á bak við grein sem birt var löngu eftir að hann lagði fram þessa spurningu.