135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

skýrsla Vestfjarðanefndar.

458. mál
[14:33]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er mjög mikilvægt að ríkið komi myndarlega til móts við Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu þar og að tillögum Vestfjarðanefndar sé fylgt eftir eins og best verður á kosið. Ég hlýt þó að vekja athygli á því hversu mikilvægt það er að huga jafnt að uppbyggingu starfa fyrir karla og konur. Það er mjög mikilvægt að horfa til þess að hafa eitthvert samræmi í fjármunum þar.

Ég vil spyrja hæstv. forsætisráðherra að því í þessari umræðu hvort hann sé sammála sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni, sem segir í Bæjarins besta í dag að ríkisvaldið eigi að beita sér fyrir olíuhreinsistöð rétt eins og annarri atvinnustarfsemi. Hann er fylgjandi olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og segir að hann muni leggja undirbúningi málsins lið. (Forseti hringir.)

Hvað segir hæstv. forsætisráðherra um þetta, er hann sammála sjávarútvegsráðherra?