135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

orkuframleiðsla.

[10:54]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta var undarleg ræða hjá hæstv. umhverfisráðherra Íslands. Það virðist vera að hún trúi ekki á kenninguna um hitnun jarðar. Það virðist vera að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því sem allur heimurinn virðist gera sér grein fyrir meira og minna, afleiðingunum af þeirri hitnun.

Ef sú kenning er rétt þá verður hver einasta þjóð að leggja sitt af mörkum til þess að minnka koltvíoxíðsmengun og við Íslendingar getum ekki setið með ónýttar orkulindir sem eru umhverfisvænar og framleiða enga koltvíoxíðsmengun, horfandi upp á það að á meðan er verið að brenna heilu fjöllunum af kolum í Kína og Indlandi í auknum mæli. Í dag er verið að reisa þar raforkuver til að búa til rafmagn með slíkri brennslu. Þetta er sami hnötturinn. Þetta er sami hnötturinn sem við búum öll á. (Gripið fram í.)