135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[16:42]
Hlusta

Frsm. meiri hluta (Birgir Ármannsson) (S):

Herra forseti. Ég tek til máls til að gera grein fyrir því að allsherjarnefnd fjallaði um þetta mál milli 2. og 3. umr. samkvæmt ósk sem kom fram við lok 2. umr. Segja má að umfjöllun nefndarinnar hafi ekki verið ítarleg en fram kom ósk frá einum nefndarmanni um að kallaðir yrðu til sérfræðingar á sviði stjórnskipunarréttar til þess að fjalla um efni frumvarpsins. Eins og fram kom við umfjöllun nefndarinnar milli 1. og 2. umr. taldi meiri hluti nefndarinnar ekki þörf á því, að málið gæfi ekki tilefni til þess og féllst ekki á þá beiðni.

Að öðru leyti eru forsendur málsins óbreyttar frá því sem var í 2. umr. og tel ég því ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir störfum nefndarinnar milli 2. og 3. umr.