135. löggjafarþing — 77. fundur,  12. mars 2008.

öryggismál í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

[14:02]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Þessari fyrirspurn hefði auðvitað átt að beina til hæstv. dómsmálaráðherra sem fer með þessi mál. Ég get hins vegar sagt að ég veit að þetta mál er í eðlilegum farvegi milli dóms- og fjármálaráðuneytisins. Ég get ekki sagt mikið meira um þetta vegna þess að sá þáttur er ekki á forræði samgönguráðuneytisins.

Hins vegar get ég upplýst það vegna þess að það er mjög ánægjulegt, að á morgun mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á Keflavíkurflugvelli, um að stofna opinbert hlutafélag utan um þann rekstur og í dag kl. 5 mun ég fara suður í Keflavík til að ræða við starfsfólkið þar og kynna því þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu og eiga fund með því. Vafalaust mun starfsfólkið m.a. ræða þessi mál þá.

Ég ítreka að ég veit að þetta er í eðlilegum farvegi milli dóms- og fjármálaráðuneytisins.