135. löggjafarþing — 77. fundur,  12. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[14:07]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er á ferðinni lagafrumvarp sem byggir á samningi sem forseti þingsins gerði við þingflokksformenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, svo og Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins. Fyrri hluti þessa samnings var efndur með breytingum á þingskapalögum sem samþykkt voru fyrir jólahátíðir og síðari hlutinn sem m.a. kveður á um aðstoðarmenn þingmanna er hér til afgreiðslu. Hvorugt þessara frumvarpa er samkvæmt hugmyndum og tillögum sem þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram um þessi efni og getum við því ekki stutt frumvarpið. Um rökstuðning okkar vísa ég í umræður í þinginu.