135. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2008.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

410. mál
[12:23]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þau dæmi sem ég hef séð hvað verst hjá öryrkjum eru einmitt úr B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þau eru reyndar afskaplega fá og stafa þá af slysum eða veikindum sem eru ekki tengd vinnu. Örorkulíkur opinberra starfsmanna eru almennt séð ekki mjög háar. Það eru ekki margir sem fá framreikninga í þessum lífeyrissjóði. Og ég hygg, þó ég viti það ekki, að töluverður hópur verði öryrkjar án þess að fá framreikning.

En ég nefndi þennan sjóð vegna þess að hann er einn af örfáum sem eru starfandi í dag sem er ekki með framreikning nema örorkan sé vegna starfsins.