135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

kveðjur.

[15:04]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti býður alþingismenn velkomna til þingfunda á ný eftir páskahlé.

Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á þingsköpum fyrir áramót skiptum við tímanum frá jólahléi og fram til maíloka í tvær annir, annars vegar vetrarþing sem lauk fyrir páska og hins vegar vorþing sem hefst með þessum fundi.

Ég vona að hv. þingmenn hafi átt góða páska með fjölskyldum sínum, en mér er kunnugt um að í þessu tveggja vikna þinghléi hafa þingmenn verið í önnum í kjördæmum sínum, á ferðalögum og efnt til funda.