135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

starfslok forstjóra Landspítala.

[15:16]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég beini fyrirspurn til hæstv. forsætisráðherra því að sá alvarlegi atburður hefur átt sér stað að forstjóri Landspítala er að hætta störfum, virtur embættismaður.

Landspítalinn er stærsti vinnustaður Íslands, flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, og þar fer fram bæði bráðaþjónusta og allra flóknustu verkefni á sviði heilbrigðisþjónustu. Hér er því svo sannarlega um mikilvæga stofnun að ræða í okkar samfélagi og um stórt mál að ræða. Þess vegna spyr ég hæstv. forsætisráðherra: Hvers vegna hættir forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss?