135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952–1979.

429. mál
[18:54]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja þessar umræður en ég vil þakka þeim sem tekið hafa þátt í þeim fyrir málefnalegt framlag um þetta erfiða og alvarlega mál. Skýrslan mun nú fara til meðferðar í allsherjarnefnd þingsins. Ég vænti þess að geta síðar í vor flutt frumvarp það sem ég rakti í ræðu minni. Þá getum við vonandi lokið þessum kafla málsins fyrir vorið. Síðan er fram undan að skoða önnur heimili með þeim hætti sem ég gat um í ræðu minni.