135. löggjafarþing — 82. fundur,  1. apr. 2008.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

477. mál
[14:58]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil sem formaður umhverfisnefndar þakka hæstv. ráðherra fyrir framlagningu málsins og hv. þm. Álfheiði Ingadóttur fyrir ágætar ábendingar.

Ég á ekki von á því að efni málsins muni vekja harðar deilur í umfjöllun umhverfisnefndar. Ég held að það sé nokkuð almenn samstaða um að mikilvægt sé að tryggja góð skil á veiðiskýrslum og að eðlilegt sé að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að svo megi verða um þær gjaldahækkanir og heimildir til námskeiðahalds sem þeim þætti málsins fylgja. Það eru út af fyrir sig óverulegar breytingar. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að fjalla megi um málið fljótt og vel í umhverfisnefndinni og skila því hér inn til 2. umr. og vonandi þeirrar þriðju.