135. löggjafarþing — 82. fundur,  1. apr. 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[16:23]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er viss um það að þingmenn utan af landi vilja gæta hagsmuna síns kjördæmis. Það er enginn aumingjaskapur hjá þeim að þeir skuli ekki hafa fengið fleiri verk út á land.

Það er vilji mjög margra ráðherra að breyta þessu og flytja störf út á land en þeir rekast alltaf á sama vegginn. Fólkið vill hafa þjónustuna á einum stað, í Reykjavík. Þeir sem starfa í þessum fyrirtækjum vilja starfa í Reykjavík, geta farið í leikhús og notið allrar þjónustu hér. Þetta er bara sú staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Ég held að það sé enginn aumingjaskapur, hvorki hjá ráðherra né þingmanna utan af landi, sem þarna er um að ræða. Vandinn er ofvöxtur ríkisins.