135. löggjafarþing — 84. fundur,  3. apr. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[10:30]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill láta þess getið að í dag verða tvær utandagskrárumræður. Hin fyrri verður kl. 11 og er um útvistun á heilbrigðisþjónustu á Landspítala. Málshefjandi er hv. þm. Ögmundur Jónasson. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, verður til andsvara.

Hin síðari fer fram kl. 13.30, að loknu hádegishléi, og er um rannsóknir og stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunar. Málshefjandi er hv. þm. Grétar Mar Jónsson. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 5. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.