135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[15:06]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa bréf frá Björgvini G. Sigurðssyni, 2. þm. Suðurk., og Siv Friðleifsdóttur, 10. þm. Suðvest., um að þau séu á förum til útlanda í opinberum erindagerðum og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Í dag taka sæti á Alþingi Guðný Hrund Karlsdóttir viðskiptafræðingur, 2. varamaður Samfylkingarinnar í Suðurk., í stað Björgvins G. Sigurðssonar en 1. varamaður flokksins í kjördæminu, Róbert Marshall, er forfallaður. Einnig tekur sæti Samúel Örn Erlingsson íþróttastjóri, 1. varamaður Framsóknarflokksins í Suðvest., í stað Sivjar Friðleifsdóttur.

Kjörbréf Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur og Samúels Arnar Erlingssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni skv. 2. gr. þingskapa.

 

[Guðný Hrund Karlsdóttir, 2. þm. Suðurk., og Samúel Örn Erlingsson, 10. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]