135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

almannatryggingar.

[15:21]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það varð engin breyting hvað þetta atriði varðar með samkomulaginu sem gert var í júlí 2006. Það er þá bara misskilningur hjá hv. þingmanni (Gripið fram í.) og þá hefur einhver sagt honum rangt til um það. Við vitum vel að ágreiningur hefur verið við Alþýðusambandið um þetta í mörg ár og það breyttist ekkert núna. Þeir hafa verið ósammála því hvernig þetta mál hefur verið útfært. Það er ekkert nýtt.

Það er fráleitt að halda því fram að verið sé að brjóta lög eða brjóta samkomulag. Ég leyfi mér að fullyrða að hefði Framsóknarflokkurinn verið í ríkisstjórn við núverandi aðstæður hefði þetta verið gert nákvæmlega eins. (GÁ: Rangt.)