135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

528. mál
[18:05]
Hlusta

Dögg Pálsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Örstutt andsvar bara til að tryggja að orð mín áðan hafi ekki misskilist.

Eins og lögin eru núna er enginn vafi á réttarstöðu ef til dæmis sjómannshjónin, sem síðasti ræðumaður vísar til, skilja. Konan á engan rétt til lífeyrissjóðseignar nema þau hafi samið um hann samkvæmt þessari heimild sem við ætlum að rýmka með þessari tillögu. Ef þessi sjómannshjón hafa verið í sambúð á konan engan rétt, aldrei, og getur ekki eignast hann nema þau hafi samið. Og ef konan fer til dómstóla er það hendingu háð og raunar allar líkur á því að hún eigi engan rétt. Þetta vil ég segja bara til þess að þetta sé á hreinu því að kannski mátti misskilja orð mín hérna áðan. (GAK: Það er engu við þetta að bæta.)