135. löggjafarþing — 86. fundur,  8. apr. 2008.

fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.

493. mál
[20:22]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég taldi mig gera grein fyrir hvoru tveggja, þ.e. annars vegar mansalsbókun við Palermó-samninginn og hins vegar mansalssamningi Evrópuráðsins og fullgildingu hans. Í báðum tilvikum er beðið eftir svari réttarfarsnefndar sem skoðar hvort breyta þurfi réttarfarslögum til að við getum staðið við þær skuldbindingar sem þessir samningar og bókanir leggja okkur á herðar.

Hins vegar er líka verið að skoða, eftir því sem mér skilst varðandi mansalssamning Evrópuráðsins, í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hvort breyta þurfi lögum um félagsþjónustu vegna fullgildingu þessa samnings. Ég segi það sama um mansalssamning Evrópuráðsins og mansalsbókunina við Palermó-samninginn, að vonandi skýrist þetta fyrr en síðar þannig að hægt verði að leggja fram mál á haustþingi.