135. löggjafarþing — 86. fundur,  8. apr. 2008.

fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.

493. mál
[20:23]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að hæstv. utanríkisráðherra er sammála því að kominn sé tími til að dusta af þessu rykið, fullgilda bókunina við Palermó-samninginn og samning Evrópuráðsins um mansal. Ég vil skora á hæstv. utanríkisráðherra að ganga hart fram í að kalla eftir niðurstöðum frá réttarfarsnefnd eða dómsmálaráðuneytinu hvað það varðar, þannig að ekki verði lengur beðið en til hausts með að leggja fram þingsályktun um fullgildingu á hvoru tveggja.