135. löggjafarþing — 87. fundur,  9. apr. 2008.

héraðs- og tengivegir í Norðvesturkjördæmi.

566. mál
[15:19]
Hlusta

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. fyrirspyrjanda um mikilvægi þess að setja hrygginn í frekari uppbyggingu safn- og tengivega landsins. Þetta 6.000 kílómetra kerfi safn- og tengivega er æðakerfi landsbyggðarinnar út frá þjóðvegunum öllum. Það hallar mjög á í þessum efnum. Það er langt síðan að tekur hefur verið hnykkur í þeim framkvæmdum sem þarf að gera og er þó aðeins gert núna af hæstv. ríkisstjórn með fjármagni í kjördæmin til þess að leggja þessu lið.

En það þarf að setja mikið meira fjármagn í safn- og tengivegi því að þetta er æðakerfi landsbyggðarinnar. Þess vegna skiptir þetta miklu máli.