135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

NMT-kerfið og öryggismál.

[10:54]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir skýr og greinargóð svör. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til hæstv. ráðherra að það liggi algjörlega fyrir þegar við komum til þings næsta haust að þær öryggisprófanir sem þurfa að fara fram við skiptingu kerfanna liggi fyrir og búið sé að prófa þetta vel vegna þess að ef fresta þarf gildistökunni og fresta þarf framkvæmdinni þá er betra að menn geri það á fyrstu mánuðum nýs þings, á næsta hausti, en í desember eða janúar við mjög erfiðar aðstæður sem þá eru uppi vegna þess hvar land okkar er staðsett á hnettinum og vegna veðurfars. Ég vænti þess, miðað við orð hæstv. ráðherra, að þessum tilmælum verði fylgt eftir fyrir haustið.