135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa.

521. mál
[13:47]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Frú forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta frumvarp sem mér sýnist að stærstum hluta vera hið ágætasta. Það er samt nauðsynlegt að velta fyrir sér varðandi gjaldskrár hafna hvort þetta geti þýtt að í einhverjum tilfellum muni legudagagjöld, eða hvað gjöldin heita sem hafnirnar innheimta, hafa áhrif á þær. Ég spyr af því að ég þekki nú aðeins til í hafnarstjórnarmálum, ég hef setið í hafnarstjórn frá 1982 í Sandgerði. Mér leikur forvitni á að vita hvort það geti haft einhver áhrif varðandi gjaldtöku hafna að breyta úr brúttórúmlestum. Það er nú ekki fleira sem ég ætla að spyrja ráðherrann um.