135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010.

534. mál
[17:45]
Hlusta

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta fór nákvæmlega eins og mig grunaði, að hv. þm. Grétar Mar Jónsson hefur engan sérstakan áhuga á þessu máli eða að ræða það sem hér er um að tefla heldur þvælist hann bara fram og aftur og talar út og suður og getur ekki einu sinni farið rétt með það sem hann talar um. Það þarf ekki að fjölyrða neitt um það, ég fékk svar við því að hv. þingmaður hefur ekki fylgst sérstaklega vel með þessari umræðu eða kynnt sér það mál sem við erum að ræða hér. Það liggur þá bara fyrir.