135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

535. mál
[18:11]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að byrja á því að óska hæstv. félagsmálaráðherra til hamingju og okkur öllum með þessa framkvæmdaáætlun fyrir innflytjendur því að hana hefur auðvitað vantað.

Við í Frjálslynda flokknum lögðum til fyrir síðustu kosningar að fresta frjálsu flæði fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu. Við lögðum líka til að settir yrðu auknir peningar í íslenskukennslu. Eftir kosningar byrjaði ríkisstjórnin á því, þó að hún og flestir aðrir hefðu skammað okkur fyrir rasisma í kosningabaráttunni, að fresta frjálsri för Búlgara og Rúmena til Íslands. (Forseti hringir.) Síðan setti hún hundrað milljónir í íslenskukennslu.