135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:25]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau sjónarmið sem hafa komið fram hjá hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur og Álfheiði Ingadóttur, það er með ólíkindum hvernig hefur verið staðið að málum í dag. Hvað eftir annað hefur dagskrá verið rofin og ekki farið að einu eða neinu leyti eftir þeirri tölusettu dagskrá sem var útbýtt í morgun. Sumir þingmenn eru búnir að bíða eftir því að komast í ræðustól í lengri tíma af því að þeir hafa búist við því að það væri eitthvert eðlilegt skipulag hér á málum en ekki algjört stjórnleysi eins og búið er að vera í dag.

Það er nú einu sinni þannig, virðulegi forseti, að tími okkar allra er jafnmikilvægur. Tími þingmanna og tími ráðherra er jafnmikilvægur. Þegar ráðherra labbar í salinn er hann eins og hver annar þingmaður, tími hans er ekkert merkilegri en annarra. Það er gjörsamlega óviðeigandi að þingmaður sé hér í miðri ræðu að bera fram fyrirspurnir til ráðherra (Forseti hringir.) og ráðherrann er ekki til andsvara um mál sem kemur viðkomandi við.