135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:05]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum í þingsal í dag liggur ekki fyrir samkomulag um þinghaldið en ljóst hver var ásetningur hæstv. forseta þingsins. Greitt var um það atkvæði í upphafi dags að fara með þennan fund fram á kvöldið óskilgreint að því að mér skilst þó að ég hafi ekki verið viðstaddur þá umræðu. En hvað um það. Fyrir hönd þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs kom ég þeirri ósk á framfæri við hæstv. forseta í kvöldverðarhléi í kvöld að þingfundurinn (Forseti hringir.) stæði ekki lengur en til klukkan tíu. Ég óska eftir því að heyra hver er ásetningur hæstv. forseta og hvort hann hyggist koma til móts við óskir okkar í þessu efni.