135. löggjafarþing — 93. fundur,  18. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[00:11]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var nú ansi rýrt. Erlendis eru fjölmargar skýrslur til um einkaframkvæmd í samgöngumálum sem sýna hið gagnstæða, að hún hafi reynst dýrari, hún hafi iðulega farið úr böndunum og komið í bakið á skattgreiðendum. Hæstv. samgönguráðherra segir að hann byggi rök sín á því eina innlenda dæmi sem við höfum sem eru Hvalfjarðargöngin. Nú vill svo til að ég vísaði í skýrslu ríkisendurskoðanda sem tekur fram að ekki hafi verið pólitískar forsendur fyrir gerð Hvalfjarðarganganna nema þessi leið væri farin og þess vegna var hún farin. En hún var dýrari og stjórnarformaður Spalar hefur margoft sagt í mín eyru að það hefði verið miklu ódýrara ef ríkið hefði framkvæmt þessa … (Gripið fram í.)