135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

uppsagnir á Landspítalanum.

[15:13]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það kann vel að vera að góðar vonir séu eðlilegar og ekki skal ég forsmá það en ég tel nauðsynlegt að hæstv. forsætisráðherra upplýsi þingmenn um hvað er að gerast í stöðunni. Við höfum orðið vitni að því að búið er að ræða við þessa 150 starfsmenn einn og einn í einu. Ég hlýt að spyrja hæstv. forsætisráðherra um hversu háar fjárhæðir er hér að tefla. Hvaða fjármunir eru það sem þarna er látið steyta á þegar um svo mikilvæg mál er að ræða? Ég vil geta þess að fulltrúi vinstri grænna í heilbrigðisnefnd hefur óskað eftir því og fengið samþykkt að um þetta mál verði fjallað í þingnefndinni í fyrramálið og að deiluaðilar komi þar að borði. En það er líka eðlilegt að Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið viti um hvað þessi deila snýst peningalega.