135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

ferjusiglingar á Breiðafirði.

[15:24]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Fyrir árið 2007 áforma Sæferðir 457 ferðir eins og þeir gera samkvæmt samningnum öll þessi ár og mun Vegagerðin greiða 395 ferðir. Eins og segir í samningnum, sem gerður var árið 2005, eru það nokkrar ferðir sem detta niður á þessu ári. Á næsta ári detta fleiri ferðir niður, þeim fækkar um einar 40 ferðir.

Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við þetta að bæta. Ekki er verið að vinna í neinu hvað varðar sumarið. Samningurinn var gerður milli Vegagerðarinnar og Sæferða á sínum tíma og gerir ráð fyrir að árið 2010 hætti Vegagerðin að greiða með þessum ferðum. Það er háð því að samgöngur hafi verið bættar á sunnanverðum Vestfjörðum en að því er stefnt og hafa verk m.a. verið sett í flýtiframkvæmd. Við skulum vona að það gangi eftir. Ef hins vegar lítur út fyrir að svo verði (Forseti hringir.) ekki verðum við að sjálfsögðu að taka málið upp.