135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

ættleiðingar.

578. mál
[15:42]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég skil málið verður áfram um það að ræða að fólk geti sótt um undantekningarleyfi þó að tíminn verði lengdur úr tveimur árum í þrjú ár. Ég kýs því að túlka svar hæstv. dómsmálaráðherra svo að enginn hafi lent í alvarlegum vandræðum út af reglunum eða lögunum eins og þau eru núna, það sé bara verið að taka til þannig að það reyni síður á undantekningarleyfin. Það verði þá færra fólk sem lendi í því að þurfa að sækja um undantekningarleyfi en það verði samt ekki útilokað að gera það ef biðtíminn eftir barni er lengri en þrjú ár.