135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

Bjargráðasjóður.

587. mál
[16:47]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, ég veit ekki hvort bréf Bændasamtakanna til ráðuneytisins var sent til þingmanna en alla vega sé ég að afrit hefur verið sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Það er dagsett 15. apríl. Ég get sagt að haft hefur verið samband við forustusveit Bændasamtakanna sem skrifaði undir þetta bréf, þ.e. Ernu Bjarnadóttur, og fundur er fyrirhugaður í ráðuneytinu út af því.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan, að fulltrúar Bændasamtakanna í stjórninni hljóta að hafa verið að vinna þessa vinnu eins og henni er hér lýst, með forustu Bændasamtakanna.