135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[16:34]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er þörf á því að tala um það þegar flokkar lofa einu fyrir kosningar og gera annað eftir kosningar. Það er staðreynd og Samfylkingun getur ekki losað sig undan því. Þegar menn lofa að breyta, og leggja áherslu á það við myndun ríkisstjórnar, stefnu í sjávarútvegsmálum eiga þeir að standa við það. Það er ekki eðlilegt að einn flokkur fái algjöran yfirráðarétt í heilum málaflokki eins og í sjávarútvegsmálum þegar verið er að mynda ríkisstjórn. Ef menn meina það sem þeir segja fyrir kosningar þá eiga þeir að standa við það og ná einhverju fram, a.m.k. hænufetum. En auðvitað ættu loforð þeirra að duga til helminga í ríkisstjórn. Ráðherraembættum er skipt til helminga. Auðvitað ætti að vera hægt að skipta málefnum til helminga.