135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[17:17]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við höfum gengist undir þetta ákvæði. Við höfum skrifað upp á það og þá ber okkur að hlíta því. Við höfum í sjálfu sér ekki framselt neitt annað en að lúta þessu mannréttindaákvæði.

Mér finnst hv. þingmaður sem er löglærður gera ansi mikið úr því þegar talað er um meiri hluta og minni hluta í mannréttindanefndinni. Er það ekki svo að Hæstiréttur er fjölskipaður dómur? En það er meiri hlutinn sem kveður upp úr og það er dómur Hæstaréttar. Þess vegna finnst mér svo aumt þegar stöðugt er verið að færa málsbætur fyrir þá sem höfðu aðrar skoðun en Hæstiréttur en dómurinn liggur fyrir.

Ef litið er á hverjir hafa aðrir fengið svona ábendingar þá má benda á að Danmörk hefur einu sinni fengið athugasemd og brást þá vel við. Það má nefna það að Finnland (Forseti hringir.) hefur fimm sinnum fengið athugasemdir og brást vel við í fjögur skipti og eitt er þar í meðförum. Þannig að aðrar þjóðir hafa (Forseti hringir.) brugðist við, frú forseti. Það sem ég óttast hér er hversu talað er niður til mannréttindanefndarinnar. (Forseti hringir.)