135. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2008.

frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda.

[13:38]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Frú forseti. Viðskipti með losunarheimildir eru ekki byggðamál. Þetta liggur ekki þannig. Viðskipti með losunarheimildir snúast um að koma upp markaðskerfi með verðmæti, sem losunin vissulega er, og koma í veg fyrir að menn séu að losa of mikið, þ.e. umfram þá samninga sem við höfum gert. Að því ber að stefna. Ég hef áður sagt að menn skyldu gera sér grein fyrir því að úthlutun ókeypis losunarheimilda mun heyra sögunni til, mjög líklega árið 2013. Um það er verið að semja í loftslagssamningaferlinu og það sem skiptir mestu í umræðunni hér heima er að fólk og fyrirtæki geri sér grein fyrir því að gríðarleg verðmæti eru á ferðinni sem tiltekin einstök fyrirtæki fá nú ókeypis á silfurfati.