135. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2008.

húsnæðissparnaðarreikningar.

[14:01]
Hlusta

Ármann Kr. Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka fjármálaráðherra fyrir þessi svör og vona svo sannarlega að tillögur komi fram á þessu þingi um slíkan sparnaðarreikning fyrir þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Ég vil líka vekja athygli á því að reikningur sem þessi getur orðið til þess að styðja við þær aðgerðir sem Seðlabankinn er að beita til að ná niður verðbólgustigi í landinu. Aukinn sparnaður þýðir auðvitað að verðbólga minnkar og yrði sannarlega til þess að hjálpa og vonandi stuðla að því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans gæti hafist. Því fagna ég þessu alveg sérstaklega.